Um leið og það gæti verið rétt staðhæfing að það sé bara til einn sannur Guð þá er það samt ekki staðreynd  að allir séu að boða sama hin sama Guð og allir séu á leiðinni að sama markinu. Sumir gætu verið að missa gjörsamlega marks. Það eru ekki rökrétt niðurstaða  að ætla að  bæði Hinduar sem trúa að maðurinn sé Guð og  Jesús sem útskýrði hvernig hinn eini sanni Guð er hafi báðir rétt fyrir sér. Fullyrðingar þeirra stangast á. Annahvort hefur rangt fyrir sér eða báðir. Sama á við Jesú og Múhammeð. Þeir boðuðu gjörólíkan Guð og gjörólíkar kenningar um allt.

Fyrir þann sem er algyðistrúar, pantheiisti, og trúir að Guð sé í öllu allstaðar og að maðurinn sé líka Guð. Fyrir honum skiptir ekki máli hvort tilbeðinn er trjádrumbur, Kýr, Gúru, eða einhver Guð. Hann heldur að þetta sé allt Guð. Það fylgir gjarnan panteiistum að þeir trúa að það sé ekki til neitt rétt eða rangt. En þeir halda í raun að þeir sem trúa ekki eins og þeir trúa hafi rangt fyrir sér. Jesú Kristur boðaði ekki Panthiisma, né að maðurinn væri Guð. Hann útskýrði greinilega hvernig Guð er og annaðhvort sagði hann satt eða ósatt. Ef hann sagði satt þá segja paneheiistar ósatt.

Trúarbrögð heimsins eru einfaldlega ekki að boða sama Guð,né leiðina að sama marki. Þau eru ekki að ganga sitthvora leiðinna upp sama fjallið. Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að menn halda það.

Í  fyrsta lagi og kannski langoftast er um að ræða fáfræði. Menn vita ekki í raun og veru útá hvað trúarbrögð heimsins ganga. Hver kjarni þeirra er og hvernig Guð þau kenna, né hvað þau boða.

Hin ástæðan er óskhyggja. Menn vilja að allir séu vinir. Þeir vilja ekki aðrir séu ósammála. Þegar menn hafa ekki djúpa þrá að vita sannleikann um Guð, þá er einfaldast að afgreiða málið svona.

Engu að síður þá er sannleikurinn sá að trúarbrögð heimsins eru ekki að boða sama Guð.