Þegar einhver snýr sér til Jesú, þiggur fyrirgefningu syndana og ákveður að fylgja honum þá breytir hann um stefnu  í lífinu.” Ef einhver er í Kristi þá er hann skapaður á nýtt hið gamla varð að engu sjá nýtt er orðið til”. Breytingin hið innra birtist í hinu ytra. Guð hefur „áætlanir fyrir manninn til heilla en ekki til óhamingju“.  Guðs vilji fyrir manninn er það allra besta og til að höndla það, þá hefur hann bent okkur á að lifa í samfélagi við sig og að ástunda rétta breytni og hann segir við okkur; „Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.(Róm 12:1-3).

Það er markviss tilgangur með lífi okkar. Eins og Guð vill að við höndlum hans eilífa líf og blessanir þá vill hann að við séum til blessunar fyrir mannkynið og þá sem í kringum okkur eru. Hann vill að við berum eilífan ávöxt. Öll verk sem við vinnum og miða ekki á einn eða annan hátt að því, eru dauð verk. „ Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau“ Efes 2:19.. Til þess að vera hæf þess að ganga inn í þessi góðu verk, þá þurfum við að snúa frá dauðu verkunum. Páll postuli útskýrði þetta svona: Þér eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni, sem er spilltur af tælandi girndum,  en endurnýjast í anda og hugsun og íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans“.Efes 4:22-25.  Jesús gerði grein fyrir því hvers vegna þetta er nauðsynlegt  „enginn getur þjónað tveimur herrum,annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn, Þér getið ekki þjónað Guði og mammón“.  Á sama tíma lofar hann að sjá um okkur er hann segir: „Leitið Guðs ríkis og réttlætis fyrst þá mun allt annað veitast yður að auki“.

En Jesús gaf ekki loforð um að það yrði dans á rósum við að taka þá stefnubreytingu að fylgja honum. Það getur þurft að synda sterklega á móti straumnum. Það má búast við miklum félagslegum þrýstingi , fordómum og ofsóknum á þeirri göngu. En launin eru mikil og Jesú gaf okkur lykilinn af farsæld á þeirri göngu og hvernig við berum mikinn eilífan ávöxt. Lykilinn er að rækta samfélagið við hann stöðuglega

Jesús  sagði:  Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.

Guð blessi þig á göngu þinni með honum.