Flestir eru sennilega sammála um það að á jörðinni dag viðgengst víða ýmiskonar óréttlæti. Menn komast upp með sviksemi, sumir kúgaðir af öðrum, sekir dæmdir saklausir, saklausir dæmdir sekir, hallað er á rétt einstaklinga og enginn leiðrétting fæst, menn komast upp með glæpi sína og aðrir gera góðan róm að. Það má kalla þetta ríki mannana. En Jesús kom og boðaði mönnum að gjöra iðrun og snúa sér á braut réttlættis. Hann sagði okkur líka að framundan er, hjá hverjum einasta manni, og mjög skjótlega eilíft réttlæti. Tími óréttlætisins er hlutfallslega örstuttur miðað við  hið eilífa réttlæti sem framundan er. Guð mun dæma í öllum málum og alla menn nákvæmlega og 100% réttlátlega.

Það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm“. Heb  9:27

Það er líka útskýrt fyrir okkur hvernig dómurinn verður.

„Öllum oss ber að birtast fyrir dómstóli Krists, til þess að sérhver fái það endurgoldið, sem hann hefur aðhafst í líkamanum, hvort sem það er gott eða illt“. Kor

Þetta er einfalt, mennirnir fá endurgoldið nákvæmlega 100% réttlátlega það sem þeir hafa aðhafst í líkamunum í samræmi við hvað í raun og veru er gott eða illt. Ekki miðað við hvað þeir vilja telja gott eða illt. Guð mun endurgjalda hverjum og einum eins og verk hans er. Guð mun samkvæmt fagnaðarerindinu dæma hið dulda hjá mönnunum. Allt er opinbert, ekkert er honum hulið. Hjá Guði er ekkert manngreinarálit. Þeir sem hafna lífinu höndla það ekki. Hann mun dæma hlutfallslega nákvæmlega rétt. Jesús talaði um að sá sem mikið veit, af honum verður mikils krafist og sá sem lítið veit honum verður lítils krafist. Hann mun reka réttar þess sem hafa orðið fyrir órétti. Jesús sagði: „Allt sem þér hafið gjört einum af hinum minnstu hafið þið gjört mér“. Hann mun líka dæma hárnákvæmt um hvert einasta atriði. Jesús sagði: Fyrir hvert ónytjuorð sem menn mæla munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi“ og hver sá sem réttir einum af hinum minnsta af svala drykk vegna þess að hann er Krists mun ekki missa af launum sínum. Villist ekki Guð lætur ekki að sér hæða það sem maður sáir það mun hann og uppskera.  Dómur Guðs kallast helgur dómur vegna þess að hann verður algjörlega réttlátur og samkvæmt sannleikanum og það verður eilífur dómur vegna þess að honum verður aldrei umbreytt.

 Jesús sagði: Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. 

En til þess dó Messías í eitt skipti fyrir öll réttlátur  fyrir rangláta til þess að leiða mennina til Guðs.“ 1Pét