Sögnin að skíra

Sögnin að skíra er Íslenska þýðingin af grísku sögninni Baptiso sem er notuð í Nýja Testamenti Biblíunnar. Til þess að skilja hvað þar átti sér stað er mjög mikilvægt að vita hvað sögnin í raun og veru þýðir. Sögnin Baptiso þýðir að niðurdýfa, gegnumdreypa, gegnumsósa og altaka. Líkt og þegar svampi er dýft í vatnsfötu þá er hann niðurdýfður, gegnumdreyptur, gegnumsósa og altekinn.  Upphaflega hafði íslenska sögnin að skíra nánast sömu meiningu en í tímans rás sögnin gjarnan verið notuð í tengslum við að gefa nafn. Sögning Baptiso þ.e. að skíra í Biblíunni er ekki á nokkurn hátt tengd við nafngiftir.

Þrennskonar Skírnir

Aðallega er um að ræða tvennskonar skírnir í Biblíunni, skírn í vatni og skírn í Anda. Eina undantekningin er þegar Jesús notar sögnina til að lýsa þeim gríðarlegu líkamegu og sálarlegu þjáningum og angist sem hann vissi að (biðu hans)hann myndi ganga í gegnum þegar hann myndi friðþægja fyrir syndir heimsins. Það sem er einkennandi fyrir allar þær skírnir sem Biblían talar um er að þar er átt við andlega og sálarlega hreinsandi atburð. Skírnin represents þá andlegu hreinsun sem skírnþeginn hefur ákveðið að meðtaka til að vera sameinaður Kristi og Ríki hans.

 Tilgangur Vatnsskírnarinnar

Skírnin represents þá andlegu hreinsun sem skírnþeginn hefur ákveðið að meðtaka til að vera sameinaður Kristi og Ríki hans

Guð fyrirhugaði vatnskírnina til þess að þeir sem iðrast, trúa og vilja lifa með honum yrðu í henni virkir hluttakendur í friðþægingarverki, dauða og upprisu Krist.

  • Skírnin er bæn til Guðs um góða samvisku fyrir upprisu Krists. (sbr 1Pét 3:21).

Að gjöra iðrun og skírast í nafni Jesú Krist til fyrirgefninga syndana felur í sér að viðurkenna fórnargreiðslu Krists á Krossinum og upprisu sigur hans yfir synd og dauða. Á þeim forsendum þiggur(meðtekur) sá sem skírist fyrirgefningu syndana og biður um hreina, góða samvisku sem hlutdeild í upprisu sigri Krist. Skírnin er þannig bæn til Guðs um fyrirgefningu og hreinsun samviskunar af synd.

  • Skírnin er andleg greftrun þess sem skírist og upprisa til nýs lífs.

Í skírninni kemur einstaklingurinn til að deyja frá syndunum og grafa sitt gamla synduga holdseðli, meðtaka hreinsun, umbreytingu með því að íklæðst Kristi og rísa upp til samfélags við Guð í Kristi.þegar þér voruð greftraðir með Kristi í skírninni. Í skírninni voruð þér einnig með honum uppvaktir fyrir trúna á mátt Guðs, er vakti hann upp frá dauðum. Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins. Róm 6:4

  • Skírnin er staðfesting á ákvörðun um að lifa í samfélagi við Jesú.

Skírnin er staðfesting á ákvörðun einstaklingsins um að lifa í samfélagi við Jesú og íklæðast Anda hans. Viðkomandi skírist frá myrkri Guðleysisins til samfélags við Krist.  Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi. Galata

  • Skírnin er umskurn þ.e.hreinsun hjartans.

 Páll postuli lýsir þessu svona; Í honum eruð þér einnig umskornir þeirri umskurn, sem ekki er með höndum gjörð, heldur með umskurn Krists, við að afklæðast hinum synduga líkama,  12 þegar þér voruð greftraðir með Kristi í skírninni. Í skírninni voruð þér einnig með honum uppvaktir fyrir trúna á mátt Guðs, er vakti hann upp frá dauðum.  13 Þér voruð dauðir sökum afbrota yðar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði yður ásamt honum, þegar hann fyrirgaf oss öll afbrotin.

  • Ø Skírnin er sáttmálstákn Guðs og skírnþegans.

Á sama hátt og umskurnin er sáttmálstákn Guðs og afkomenda Abrahams þ.e. Ísraelsmanna þá er skírnin sáttmálstákn Guðs og þeirra sem tilheyra Messíasi og aðild að eilífum sáttmála við Guð.

Vatnskírn inn í Guðsríkið hófst við komu Messíasar.

Skírn í vatni hófst hjá Jóhannesi skírara sem undirbjó komu Messíasar með að kalla menn til iðrunarskírnar í vatni.  Fólk kom til hans, játaði syndir sínar og skírðist til að hefja líf með Guði.

Jóhannes skírði iðrunarskírn og sagði fólkinu að trúa á þann sem eftir sig kæmi þ.e. Jesús.(Post 19:4).  Jesús fékk síðan fleiri lærisveina en Jóhannes og skírði fleiri en Jóhannes, reyndar skírði Jesús ekki sjálfur heldur lærisveinar hans.(Jóh 4:1-2).

Eftir að Jesús hafði fullkomnað friðþægingarverkið og var upprisin frá dauðum gaf hann lærisveinunum sín loka boð er hann sagði: Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt sem ég hef boðið yður.(Matt 28:19-20) Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða.(Mark 16: 16).

Á Hvítasunnudag hófst boðunarstarf  lærisveinana en þá voru um 3000 manns sem létu skírast  er þeir veittu viðtöku orði Péturs lærsveins Jesú er hann sagði: Gjörið iðrun og látið skírast í nafni Jesú Krists svo að þið öðlist fyrirgefningu syndana og gjöf Heilags Anda. Lærisveinar Jesú boðuðu fagnaðarerindið um Jesú hvarvetna og skírðu þá sem tóku trú.  Er Filipus einn af nánustu lærsveinum Jesú var að boða fagnaðarerindið fyrir Eþíópískum hirðmanni þá spyr hirðmaðurinn hér er vatn hvað hamlar mér að skírast. Þá sagði Filipus: Ef þú trúir af öllu hjarta þá er það heimilt. Eþíópinn trúði þeir stigu báðir niður í vatnið og Filipus skírði hann.

 

Fyrirmyndir að skírn í Gamla testamentinu

Tvö dæmi eru gefin í GT sem táknmyndir fyrir þær skírnir í vatni og anda er áttu að hefjast við komu Jesú.

Það fyrra er að synd heimsins hvarf í vatni er svokallað Nóaflóð huldi jörðina og þær átta sálir sem treystu Guði og orði Guðs frelsuðust og hófu nýtt líf með honum. Allt hið gamla hvarf í vatni og nýtt líf hófst.

Seinna dæmið er þegar Ísraelsmenn skírðust til Móse í hafinu og skýinu. Skírnin í hafinu er( tákn)fyrirmynd uppá vatnskírnina. Þegar Ísraelsmenn yfirgáfu Egyptaland eftir að hafa verið þrælar þar í 400 ár þá leiddi Móse þá í gegnum Rauða hafið en er Egyptum snérist hugur varðandi að sleppa þeim þá reyndu þeir eftirför til að ná þeim og halda þeim sem þrælum en her Egypta fórst og eyddist í Rauða hafinu og Ísraelsmenn voru orðnir fullkomlega frjálsir menn. Allt tilkall þrælahaldarana til yfirráða og tengsl við þá voru eilíflega rofin og Ísraelsmenn voru orðnir frjálsir og gátu hafið algjörlega nýtt líf í samfélagi við Guð sinn. Þetta er gefið sem táknmynd uppá fullkomleika vatnskírnarinar.

Jesús sagði að „hver sem syndina drýgir er þræll syndarinar“ og þegar einstaklingur ákveður að snúa sér frá syndum sínum, játast Guði og meðtekur fórnargreiðslu Guðs fyrir þær þá staðfestir hann þessi valdaskipti í lífi sínum með skírn í vatni. Vatnskírnin er skref í gegnum vatnið frá eignarhaldi og valdi afla þrældóms synda og andlegs myrkurs til nýs lífs í fullkomnu frelsi í samfélagi við Guð(sem eignarlýður Guðs) .

Skírn Ísreaelsmanna til Móse í skýstólpanum sem leiddi þá í eyðimörkinni er fyrirmynd að skírn trúara í kærleiksdýrð Heilags Anda Guðs sem Jesús sendi til að leiða þá í allan sannleikann, hólpna inn í ríki Guðs.

Skírn í Heilögum Anda

Skírn í Heilögum Anda er þegar hjarta og vera einstaklings er fyllt Anda Guðs.

Jóhannes Skírari var sá sem tilkynnti að Skírn Heilags Anda myndi hefjast með komu Jesú hann sagði:  Ég skíri yður með vatni en eftir mig kemur sá sem skírir í eldi og Heilögum Anda.