Biblían segir okkur í „að trúin sé fullvissa um það sem eigi er auðið að sjá og sannfæring um það sem menn vona“Heb 11: Jesús kom að kjarna málsins. Sönn trú kemur frá hjartamannsins, hans dýpstu innstu veru. Fullvissa hjartans um það sem augu sjá ekki og hjartans sannfæring fyrir því sem menn vona. Jesú sagði „Guð er andi“. Samfélag okkar við hann á að vera í anda og sannleika. Frá hjarta til hjarta í fullkomnu trúartrausti.  Að trúa af hjarta er grundvöllur þess að meðtaka frá Guði og vera honum þóknanlegur.

„Án trúar er ógerlegt að þóknast Guði því að sá sem kemur fram fyrir Guð verður að trúa því að hann sé til og að hann umbuni þeim sem til hans leita“. Heb 11

Fyrst þarf vitanlega að trúa því að hann sé til og svo að skilja hvernig hinn eini sanni Guð þ.e er að raunverulegur góður, persónulegur Guð sem svarar og umbunar þeim er leita hans. Hann er andi sannleikans og stendur við öll sín orð og loforð. Trú á Guð er að trúa að hann sé til, og að hann sé eins og hann raun er og að treysta orði hans.

Að trúa á Jesú er að trúa því af hjarta að Jesús sé sá sem hann sagðist vera. Jesús sagðist vera Messías ritngingana og Biblían segir „hver sá sem trúir að Jesús sé Messías kominn í holdi er fæddur af Guði“. Hver sá, sem þekkir hvað Jesús sagði um sjálfan sig og trúir því að Jesús hafi risið upp frá dauðum að hann sé sá Messías er dæma mun lifendur og dauða, konungurinn sem mun ríkja um alla eilífð, er fæddur af Guði. Jesús sagði m.a. ég og faðirinn erum eitt. Í Rómverjabréfi Biblíunnar segir svo: Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn _ og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. Sönn trú hjartans endurleysir menn til eilífs lífs og getur fært fjöll.