Jesús sagði:

Þeir sem álítast verðir að fá hlutdeild í hinni veröldinni og upprisunni frá dauðum , kvænast hvorki né giftast , þeir geta alls ekki dáið framar, því þeir eru englum jafnir og þeir eru Guðs synir, þar sem þeir eru synir upprisunar. En að dauðir upprísi það hefir jafnvel Móse sýnt, þar sesm talað er um þyrnirunnan, er hann kallar Drottin Guð Abrahams og Guð Ísaks og Guð Jakobs. Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir.  Lúk  20:35-38

Daníel 12:2-4

Og margir þeirra sem sofa í dufti jarðarinnar, munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til eilífrar smánar, til eilífrar andstyggðar. Og hinir vitru munu skína eins og ljómi himinhvelfingarinnar og þeir sem leitt hafa marga til réttlætis, eins og stjörnurnar um aldur og ævi.

 Jóhannes 5:24-3

 Sannlega, sannlega segi ég yður: sá sem heyrir mitt orð og trúir þeim sem sendi mig hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefir stigið yfir frá dauðanu til lífsins. Sannlega sannlega segi ég yður sú stund kemur já er þegar kominn er hinir er hinir dauðu munu heyra raust  Guðs sonarins og þeir sem heyra munu lifa. Því eins og faðirinn hefir líf í sjálfum sér þannig hefir hann einnig gefið syninum að hafa líf í sjálfum sér. Og hann hefir gefið honum vald til að halda dóm því að hann er mannssonur. Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins.

Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið, hver sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.