Umræðan um perónu Jesús frá Nazaret er oft á tíðum mjög fjölbreytileg. Enda er hann sú persóna sem hefur haft einna mest áhrif á mannkynsöguna af öllum mönnum sem lifað hafa á jörðinni. Flestir eru sammála um að siðferðiboðskapur hans er stórkostlegur þar sem hann boðar fullkomna fyrirgefningu, og ótakmarkaðan skilyrðislausan náungakærleika gagnvart öllum mönnum. Hann talaði skarplega gegn ofbeldishugsjónum veraldarhyggjunar og fullkomnaði svo boðun sín með því að lifa ofbeldislausu lífi, líða harðræði en elska og fyrirgefa þeim sem pyntuðu hann og krossfestu.  Margir hafa því talað um Jesú sem góðan mann, aðrir mikinn kennara, sumir sem spámann og enn aðrir sem mikinn andlegan leiðtoga. En var hann góður maður? Það hlýtur að einhverju leyti að dæmast af sannleiksgildi orða hans en það er athyglisvert að þungamiðjan og aðaláherslan í kennslu Jesú snerist um hver hann væri og að það væri brýnasta nauðsyn í lífi hvers manns að skilja það. Til að geta metið á heiðarlegan hátt hver Jesús frá Nazaret raunveruslega er þá er nauðsynlegt að skoða hvað hann sagði um sjálfan sig. Hann talaði skýrt og afdráttarlaust um sjálfan sig og lagði mikla áherslu að þær fullyrðingar. Hann talaði oft í fyrstu persónu og notaði orðin Ég er… Það er sértaklega athyglisvert að skoða þær fullyrðingar.

  1. Jesús kallaði sjálfan sig Mannsoninn.
  2. Hann sagðist vera getinn af Guði, eingetinn sonur Guðs.
  3. Hann sagðist vera bæði Guðsonur og Mannsonur kominn til að sameina fullkomlega Guð og menn.
  4. Hann sagðist vera Messías ritningana.
  5. Hann sagðist vera konungur.
  6. Hann sagðist vera Faðirinn sýnilegur, holdgerður í syninum.
  7. Hann sagðist vera „ÉG ER“ holdi klæddur.
  8. Hann sagðist vera dómari allra manna, bæði lifandi og dauðra.
  9. Hann sagðist vera góður hirðir
  10. Hann sagðist vera brauð lífsins sem seðjar dýpstu þarfir mansins.
  11. Hann sagðist vera vegurinn, sannleikurinn og lífið.
  12. Hann sagðist vera gjafari eilífs lífs.
  13. Það skiptir öllu máli að trúa því að trúa því að Jesús sé sá sem hann sagðist vera.