Sigurboðskapur spádómanna um Messías fólst meðal annars í því að hann átti að sigra dauðan og rísa í holdi upp frá dauðum og stíga svo inn í dýrð Guðs eins og Davíð konungur spáði  m.a. í sálminum: „Drottinn sagði við minn Drottin: set þig mér til hægir handar þangað til ég geri óvini þína að fótskör þinni.“

Trúin á að Jesús frá Nasaret sé Messías felur í sér að trúa því að hann sé upprisin frá dauðum eins og Messías ritninganna átti að gera. Jesús var krossfestur fyrir allra augliti og dauði hans var víðfrægur. Rómversku hermennirnir gengu úr skugga um að Jesús væri algjörlega dáinn og til að gulltryggja það stungu þeir spjóti í gegnum síðu hans og út kom vatn og blóð sem staðfesti að líkami hans var búinn að vera. Fyrir sumum voru þetta endalok þessa manns. Fyrir rómverska sagnaritarann Tacitus, sem var uppi á fyrstu öld og skráði m.a. atburði þeirrar aldar, var dauði Jesú einfaldur: „Jesús frá Nasaret var tekinn af lífi af landstjóranum Pontíusi Pílatusi.“ Engu að síður aðeins nokkrum dögum síðar í sömu borg, Jerúsalem, var vitnisburðurinn um upprisu Jesú á allra vörum og gríðarlegur fjöldi samtímamanna hans tóku trú á Jesú. Áhrif vitnisburðarins um upprisu Jesú á mannkynsöguna hafa verið ótvíræð allt fram á þennan dag. Það er því athyglisvert að skoða þær frásagnir sem grundvalla þann vitnisburð að upprisa hans hafi verið raunveruleg.

 Fyrsta vísbending um upprisuna var að lík Jesú var hvergi að finna.

Gröfin sem Jesús hafði verið lagður í var tóm. Það er söguleg staðreynd að lík Jesú fannst ekki og hefur aldrei fundist. Jesús var þjóðþekktur einstaklingur í Ísrael og frægð hans náði langt út fyrir Ísrael þar sem fólk kom frá Sýrlandi, Grikklandi, Fönikíu og annars staðar að til að sjá hann. Sú staðreynd blasti því berlega við öllu samtímafólki hans að lík þessa fræga manns var hvergi að finna. Enginn gat sýnt fram á að vitnisburðururinn um upprisu hans væri ósannur. Yfirvöld bæði Gyðinga og svo seinna Rómverja börðust hatrammri baráttu gegn þessum orðrómi. Þau hefðu einfaldlega getað sýnt lík hans til að afsanna orðróminn en það var ekkert lík. Leiðtogar Gyðinga reyndu að koma því heim og saman að lærisveinar Jesú hefðu sennilega stolið líkinu en sá fjöldi lærisveina sem var óhræddur við að leggja líf sitt að veði fyrir þann vitnisburð að Jesús væri upprisinn og lifði fyrir þá boðun gerir þær aðdróttanir lítilvægar.

Hann leyfði fólkinu að snerta sig og finna fyrir sárum sínum, auk þess sem hann umgengst það upprisinn í langan tíma.

Jesús birtist lærisveinum sínum og eyddi miklum tíma með þeim. Hann borðaði með þeim, leyfði þeim að snerta sig og þreifa á sárum sínum. Hann notaði tímann til að kenna þeim og undirbúa lífsstarf þeirra. Hann hitti lærisveina sína þar sem þeir voru í litlum nánum hópum og einnig þegar þeir voru saman komnir í fjölmenni, í eitt skipti um 500 manns. Hans eigin bræður sáu hann og tóku trú á hann upprisinn. Hann lét þá sem höfðu fylgt sér sjá sig í 40 daga og sýndi þeim með óhrekjanlegum sönnunum að hann væri lifandi, upprisinn í holdi. Líf þessara einstaklinga sannar að þeir voru fullkomlega sannfærðir um að upprisa Jesú var raunveruleg.

Það er söguleg staðreynd að þeir sem sáu Jesú upprisinn voru fullkomlega sannfærðir og létu lífið fyrir að boða að Jesú væri Messías upprisinn frá dauðum.

Mörg vitni að upprisunni gerðu það að ævistarfi sínu að boða Jesú upprisinn, þoldu pyntingar fyrir þær sakir og voru óhræddir við að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vitnisburðinn um að Jesús væri sannarlega upprisinn.  Sá fyrsti sem var myrtur var Stefán, síðan ellefu af tólf nánustu lærisveinum hans. Síðar hans eigin bróðir, Jakob Jósefsson, og svo fleiri og fleiri létu lífið fyrir þá fullvissu að Jesús væri upprisinn og lifandi, Messías sonur hins lifanda Guðs. Það hefði þurft meira en kraftaverk til að fá svo marga og ólíka einstaklinga til að leggja líf sitt að veði ef að þeir hefðu vitað að brögð væru í tafli. Það hefði verið tilgangslaus dauði. Þeir voru sjónarvottar  sem höfðu fengið að sjá og snerta hann og eyða tíma með honum upprisnum frá dauðum og þeir lögðu á sig gífurlegt starf, gjörbreyttu mannkynsögunni og létu lífið fyrir vitntisburðinn um að upprisa Jesú var raunveruleg.

Hinn gríðarlegi fjöldi samtímamanna Jesú sem mátu sannanirnar áreiðnlegar.

Eitt af því sem bendir til upprisu Jesú er hinn mikli fjöldi samtímamanna hans sem töldu hann upprisinn. Eins áður var nefnt var Jesús einn frægasti maður í Ísrael á sínum tíma. Hann var þekktur meðal almennings og leiðtoga landsins og hann var tekinn af lífi opinberlega. Það er síðan einungis skömmu síðar, rúmlega mánuði, sem mikill fjöldi manna metur sannanirnar áreiðnlegar og telur hann upprisinn og tekur trú á hann. Eins og alvitað er þá gerðist það í Jerúsalem , borginni þar sem hann var krossfestur og tekinn af lífi, sem fjöldi sannfærðra um upprisu Jesú jókst. Fjöldi sannfærðra hélt áfram að aukast meðal Ísraela, í Samaríu. í nágrannaríkjunum Jórdaníu, Sýrlandi o.s.frv. Á skömmum tíma sannfærðist mikill fjöldi samtímamanna hans, bæði þeir sem höfðu séð hann í eigin persónu og þekktu líf hans og einnig þeir sem komu víðsvegar að og kynntu sér staðreyndir málsins. Fjöldi sannfærðra í heiminum jókst hratt og í hópi sannfærðra var aragrúi fólks af sömu kynslóð og Jesú frá Nasaret, þ.e. samtímamenn hans. Allt þetta fólk var sannfært um að sannanirnar fyrir upprisunni væru áreiðanlegar og að Jesús frá Nasaret reis raunverulega upp frá dauðum.

 Hinar mörgu milljónir einstaklinga sem í gengum aldirnar hafa borið upprisu Messíasar vitni.

Jesú sagði að það væri réttlæti fólgið í því að hann færi í dýrð sína og við sæjum hann ekki framar með augunum. Samt sem áður hafa hundruðir milljóna manna á síðustu 20 öldum borið því vitni að Jesús frá Nasaret sé upprisinn og hafi mætt þeim á raunverulegan hátt. Hann hafi sannað sjálfan sig fyrir þeim, snert þá með anda sínum, umbreytt lífi þeirra, svarað bænum þeirra, staðið við orð sitt og gefin loforð gagnvart þeim. Þó svo að einhverjir séu á eigin forsendum annars sinnis þá leggur þessi gríðarlegi fjöldi manna af öllum þjóðum og kynkvíslum, úr öllum stéttum og af öllum kynslóðum, sterklega lið vitnisburðinum um að Jesú frá Nasaret sé raunverulega upprisinn.