Hver er Messías?

Messías er persóna sem var spáð fyrir um, á nákvæman hátt, að myndi koma fyrst til að líða og verða deyddur vegna synda mannkyns og verða reistur frá dauðum. Hann myndi síðar koma til að eyða öllu illu og ríkja í alheimi um alla eilífð.

Spádómarnir eru fjölmargir og ritaðir á árunum 2000 f.Kr. til 300 f.Kr. Þeir eru skráðir í lögmáli Móse, Spámönnunum og Davíðsálmunum. Þessum ritum er saman safnað í það sem er kallað Gamla testamenti.

Messías þýðir hinn smurði á íslensku

Mashiach eða Messías eins og það er skrifað á Íslensku er hebreskt orð og þýðir hinn smurði á íslensku. Messías er síðan þýtt sem Kristur á grísku sem var alþóðlega tungumálið sem flestir töluðu á fyrstu öld. Jesús frá Nasaret hét ekki Kristur heldur var hann kallaður það af þeim sem töldu að hann væri Kristur þ.e hinn smurði sem ritningarnar spáðu fyrir um.

Spádómarnir um Messías 

Spádómarnir greina t.d. frá: hvar hann myndi fæðast, ætterni hans, hvar hann myndi búa, hvað hann yrði kallaður. Þeir segja frá: persónuleika hans, ýmsum atvikum í lífi hans, hvernig hann myndi þjást og hvernig mennirnir tækju honum. Þeir segja ennfremur frá því hvernig hann er sá sem Guð hefur fyrirhugað til að eyða öllu illu og ríkja yfir Ísrael og öllu mannkyni um alla eilífð og hvernig það muni eiga sér stað. Hluti spádómanna fjalla um fyrri komu Messíasar og hluti um seinni komu hans. Lítum á brot af þessum spádómum.

  1. Bíleam sá að  Messías kemur af Ísrael
  2. Messías mun tilheyra ættkvísl Júda
  3. Fæðingarstaður Messíasar
  4. Messías skyldi vera eingetinn af hreinni mey
  5. Messías konungur og eingetinn sonur Guðs
  6. Messías jafnframt sonur og eilífðarfaðir, friðarhöfðingi,undráðgjafi, Guðhetja
  7. Messías sonur Guðs kallaður frá Egyptalandi
  8. Messías er afkomandi Ísaí
  9. Messías skyldi smurður Anda og krafti Guðs
  10. Messías er lítillátur og ferðast á asna
  11. Karakter Messíasar
  12. Messías skyldi lækna blinda, mállausa og halta
  13. Messías svikinn
  14. Upphæðin sem Messías skyldi svikinn fyrir
  15. Messias skyldi líða fyrir syndir mannana, afmyndaður af þjáningum
  16. Messías lostinn vegna synda mannkyns, þegir eins og lamb, búinn gröf meðal illræðismanna en legstaður með ríkum
  17. Messías fórnar sjálfum sér í sektarfórn
  18. Upplifun gegnumstungins Messíasar
  19. Við fyrri komu skyldi Messías afmáður og Jeruslem eytt í kjölfarið
  20. Upprisa Messíasar
  21. Messías stígur til hægri handar föðurins
  22. Ríki Messíasar seinni koma hans
  23. Sameinaðar þjóðir heims fara gegn Ísrael, þá munu þeir líta til og syrgja hinn gegnumstungna Messías eins og einkason.
  24. Messías skyldi smurður Anda og krafti Guðs
  25. Trúinn á Messías boðuð
  26. Opinberuninn um hinn sanna Messías sterkari en máttur heljar
  27. Hver trúir þú að Messías sé?