Kristinn trú byggir á trú á að Jesús sé Kristur og á því að hann sé sá sem hann sagðist vera og að það sem hann sagði sé satt. Jesús sagði um orð sín: „Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei að eilífu líða undir lok.“Hann sagði einnig: „Orð mín eru líf og andi.“ Kristnir menn trúa því að orð Krists séu lifandi,varðveitt og eilíf og opinberi sannleika í fortíð, nútíð og framtíð.

Kristnir menn lesa Biblíuna alla bæði Gamla og Nýja testamentið vegna orða Jesú Krists. Jesús talaði um Gamla testamentið sem Guðs orð og að það bæri að skilja það í réttu samhengi. Jesús kom m.a. til að útskýra Gamla testamentið og uppfylla það. Hann sagði:

„Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið og spámennina heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram.“

Jesús vitnaði oft í lögmálið, sálmanna og spámennina þ.e. Gamla testamentið, og hann talaði um það sem orð Guðs sem opinberaði vilja Guð, leyndardómana um Messías, hið komandi ríki Guðs, eilífðina og margt fleira. Fylgjendur Jesú lesa og trúa Gamla testamentinu vegna þessa að Jesús gerði það.

Kristnir menn lesa svo Nýja testamentið sem inniheldur fjögur guðspjöll og rit lærisveina hans og Postula. Þeir lesa guðspjöllin vegna þess að þau eru orð Jesú Krists sjálfs og frásagan af lífi hans.

Kristnir menn lesa rit lærisveina hans vegna þess að Jesús gaf þeim kennivald og gerði þá sérstaklega út af örkinni og sagði þeim að kenna öllum þjóðum það sem hann hafði boðað þeim og hann bað einnig fyrir því með þessum hætti: „Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim sem á mig trú fyrir orð þeirra…“

Jesús sendi síðan Páll postula sérstaklega til að boða heiðingjunum fagnaðarerindið og Pétur leiðtogi lærisveina Jesú staðfesti einnig sérstaklega innihald bréfa hans þar sem hann ritar: „Þetta er það, sem hinn elskaði bróðir vor Páll hefir ritað yður, eftir þeirri speki sem honum er gefin eins og hann líka gerir í öllum bréfum sínu, er hann talar um þetta; en í þeim er sumt þung skilið, er staðfestulausir menn rangsnúa, eins og öðrum ritum sjálfum sér til tortímingar.“ Þess vegna trúa kristnir menn öllu Nýja testamentinu, að það sé varðveitt og inn blásið orð Guðs þó svo að ekki hafi allir fullkomnan skilning á því.